Ég er komin með æði fyrir nýja Beyoncé laginu og það hefur svona næstum því repleisað MemyselfandI, svona næstum því.
Prófatíðin hafin af alvöru og áðan þá las ég samfellt í klst og fékk hausverk, ég hef sémsagt ekki reynt svona mikið á heilann minn lengi, hann bara fór í verkfall og ég þurfti að fara smyrja mig með ekta tælensku tiger balm sem ég og rakel hin fagra fjárfestum í í Bangkok.....
það er ekki gott að nudda augun þegar maður er nýbúinn að smyrja gagnaugað og þriðja augað... hvernig ætli það sé að ruglast á þessu og sleipiefni?
ha ha ha ha ha
stelpur mínar, ég á skemmtilega og líflega sögu um einmitt eitt slíkt atvik sem kom fyrir uhhmm.. vinkonu mína.
gaman að því.
fékk svona first hand nýja upplifun á laginu Feeling HOT HOT HOT
everything you own in a box to the left.....
Annars er ég komin heim. Alltaf gott að vera hjá henni frænku minni í Boston, ég kann ofbosðlega vel við það að sólin rísi kl.6.30 og fari ekki niður fyrr en eftir fjögur í miðdeginu. Ég fer fersk á fætur, helli upp á kaffi og fer út með hundinn að pissa og kasta nokkrum frisbí diskum. Svo horfi ég á morgunsjónvarpið í 2 klst og þykist lesa eða fer að versla. Svo fer ég út með hundinn.
Það er bara ekkert að þessari mynd.
Ég gladdist í hjartanu og sálinni þegar sætur strákur horfði á eftir mér á laugardaginn niðri í bæ í Boston...Ég veit bara að hann horfði tilbaka því ég horfði tilbaka á hann...Þetta var svona fullkomið bíómyndaaugnablik sem var skemmt af dverg sem fór að reyna við mig....
en það er svosem líka bara týpískt fyrir mig.
get í fyrsta sinn á ævinni sagt að ég skilji hávaxnar stelpur og stráka sem eru minni, kannski er cruise syndrome ekki svo kúl.
amma mín gaf mér pening fyrir fallegum stígvélum...eitthvað hefur hún amma mín blessað þessa dollara því ég fékk undurfalleg hoochie mama stígvél með háum hæl á algerum kostahjörum í Macys. Ég vil meina að það hafi verið skórnir sem hafi leitt til augnlitsins. Ég fékk ótrúlega mikla athygli við það eitt að hækka um 7,5 cm, þannig að nú verða það bara hælar. Ég keypti mér 2 pör og ætla í annað þeirra á fimmtudaginn, ég vona að þeir muni færa mér mikla lukku.
dont you ever for a second get to thinking....
Ég skulda mömmu minni henni Írisi afsökunarbeiðni.
Elsku mamma mín, fyrirgefðu öll skiptin sem ég kallaði þig ósanngjarna og leiðinlegustu mömmu í heimi þegar þú leyfðir mér ekki að vera lengi út.... Ég sé núna að þú varst bara að passa upp á mig og hætturnar leynast víst víða og ung óreynd augu virðast ekki alltaf nema þau.....
Fyrirgefðu þegar ég sagðist aldrei ætla vera jafn leiðinleg við börnin mín eins og þú varst við mig. Aftur, ég skil að þú varst bara að hafa vit fyrir mér og það að vera uppalandi er bara ekki það skemmtilegt.
Fyrirgefðu að ég þreif ekki þegar þú baðst mig um það eða svaraði þér þegar þú varst búin að góla á mig 5 sinnum í röð, ég var bara að reyna marka mér mitt svæða með því að gera hlutina á mínum tíma en ekki þínum. Ég sé núna hversu óþolandi það er þegar hlutirnir eru ekki gerðir þegar maður biður um það EN ég held að það megi alveg gefa svigrúm um kannski hálftíma, hlutir eins og ruslið springa ekki þó þeir tefjist á dvalarstað sínum í kortér.......
Fyrirgefðu dónaskapinn, skellingu hurða og almenna ókurteisi.... móðurstarfið er örugglega eitt það vanmetnasta í heiminum og ég hafði ekki þroska til að setja mig i þín spor.
Ég á ekki barn en upplifði þetta samt ótrúlega sterkt þegar ég var ein með frændsystkinin mín. Ég stóð sjálfa mig að því að endurtaka sömu setningar og mamma hafði sagt við mig og ég ekki þolað en ég uppgvötaði einnig afhverju hún sagði þær .....
Hún var bara að vera mamma. Hún var bara að reyna ala mig upp sem best hún vissi og kenna mér hluti sem ég myndi læra að meta seinna... þrátt fyrir þann fórnarkostnað að vera ,,ógeðslega leiðinleg".
Mér fannst ekki hræðilegt að ég hljómaði eins og mamma mín fyrir 10 árum.......
Kannski er það merki um gott uppeldi ef maður er farin að hljóma eins og mamma sín...
Ég tengi þess sjálfsuppgvötun beint við það að ég á afmæli um helgina.... Þroskinn lætur ekki á sér standa og viskann streymir að mér úr öllum áttum...
Þetta er viska vikunnar.
Metum mömmu okkar og ömmu okkar, þær vita hvað þær syngja og sama hversu gömul ég verð þá á ég eflaust eftir að hringja í mömmu um leið og ég fæ einhver undarleg útbrot eða marensbotninn fellur hjá mér eða ég festi blett í parketinu...svo ég tali nú ekki um hið fjarlæga foreldahlutverkið..
Best að fara lúlla sér í hausinn sinn, ég er enn í pínu sólahringsrugli...
siggadögg
-sem ætlar að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu-
-sem ætlar að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu-
2 ummæli:
HAHAHAHHAAHA, ég sagði NÁKVÆMLEGA það sama við mömmu mína þegar ég kom heim eftir ÁR í USA að rífast svona við 13 og 16 ára stelpur (og var sjálf bara 19) um að taka til og drattast áfram til að missa ekki af skólabílnum (klst akstur fyrir mig annars) og passa þær um helgar...
En bíddu þetta með Cruise syndromið ertu að reyna að segja okkur að eitthvað hafi gerst á milli þín og dvergsins og var þetta ALVÖRU dvegur?
En annars Velkomin heim... sit með þér í próffræðilestrinum...
...gleði líf mitt er...
Virðist sem að uppeldið hafi virkað...
Skrifa ummæli